Erlent

Taka ekki íslensk greiðslukort gild

„Vi godtar alla nordiska betal- och kreditkort (förutom isländska kort)", stendur á heimasíðu Sænsku járnbrautanna sj.se. Með öðrum orðum geta Íslendingar ekki treyst á greiðslukortin sín ætli þeir að kaupa sér lestarmiða í Svíþjóð. Samkvæmt heimildum hafa einhverjir Íslendingar lent í vandræðum vegna þessa.

Að sögn Edvard Lund fjölmiðlafulltrúa SJ er ástæðan sú að sænskir bankar eru enn ekki farnir að taka við öðrum greiðslukortum en þeim sem gefin eru út í þeim löndum sem Svíþjóð á mest fjárhagsleg tengsl við, þetta standi þó til bóta, í byrjun mars verður tekið við öllum alþjóðlegum greiðslukortum, þar á meðal íslenskum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×