Erlent

Loftárásir á búðir uppreisnarmanna

AP

Bandaríkjamenn halda áfram að gera loftárásir á bækistöðvar meintra uppreisnarmanna í Írak. Í morgun fórust átta í loftárás nærri Bagdad. Landher réðist að bækistöðvunum en þar sem þeim mætti mikil skothríð var kallað á herþotur sem skutu uppreisnarmennina til bana.

Í gær féllu 13 meintir uppreisnarmenn í annari loftárás Bandaríkjamanna nærri Falluja. Bandaríkjamenn hafa skorið upp herör gegn uppreisnarmönnum í landinu og segjast ekki munu una sér hvíldar fyrr en þeir hafa upprætt ofbeldisölduna sem riðið hefur yfir landið að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×