Erlent

Bandaríkjamenn hreinsa loksins eitrið

Bandaríkjamenn hafa nú loksins samþykkt að hreinsa upp „Agent Orange" plöntueitur sem þeir notuðu í Víetnamstríðinu. Enn fæðast börn vansköpuð í Víetnam, að því er flestir vísindamenn vilja meina, vegna eitursins.

Bandaríkjamenn segja að það hafi aldrei verið vísindalega sannað að eitrið valdi vansköpun og sjúkdómum. Eitrið notuðu Bandaríkjamenn til að drepa gróður í Víetnamstríðinu til að hermenn ættu auðveldara með að komast um á gróðursælum svæðum og gera óvininum erfiðara með að fela sig.

GettyImages
GettyImages
GettyImages
GettyImages
GettyImages
GettyImages



Fleiri fréttir

Sjá meira


×