Erlent

Norður-Kóreumenn vilja semja

AP

Norður-Kóreumenn eru tilbúnir að hefja vegferð í átt til þess að láta af kjarnorkuáætlunum sínum. Þetta segja embættismenn frá Suður-Kóreu en viðræður sex ríkja um kjarnorkumál Norður-Kóreu hófust í morgun í Peking í Kína.

Chun Yung-woo forsvarsmaður suður-kóresku sendinefndarinnar sagði að drög að samkomulagi gætu jafnvel legið fyrir í dag. Hin ríkin fimm sem eiga aðild að viðræðunum, Suður-Kórea, Rússland, Kína, Japan og Bandaríkin eru tilbúin að bjóða Norður-Kóreu efnahags- og öryggisaðstoð ef af samningnum verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×