Erlent

Hættulausar fósturrannsóknir

Getty Images

Vísindamenn vinna nú að aðferð til að kanna erfðamengi fóstra á nákvæman hátt án þess að leggja líf fóstursins í hættu. Þær aðferðir sem nú eru notaðar til að skoða fóstur í móðurkviði eru ýmist hættulegar fóstrinu (s.s. legvatnsástunga) eða veita ekki nægilega nákvæmar upplýsingar um fóstrið (s.s. ómskoðun). Með þessari aðferð er erfðaefni fóstursins fengið úr blóði móðurinnar, þar sem það er að finna í mjög litlu magni. Erfðaefnið er svo kannað með tilliti til frávika í erfðamenginu. Það hefur lengi verið hægt að sjá snefil af erfðaefni fósturs í blóði móðurinnar en með þessari nýju aðferð má loksins greina nákvæmar upplýsingar í því litla magni.

Með því að geta kannað erfðaefni fósturs snemma á meðgöngu má segja fyrir um hvort fóstrið fæðist með erfðagalla eða sjúkdóma og ákveða þá hvort eyða eigi fóstrinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×