Frank Rijkaard: Látið Ronaldinho í friði 28. janúar 2007 13:08 Frank Rijkaard og Ronaldinho eru mestu mátar og styður hollenski þjálfarann stjörnuleikmann sinn fram í rauðan dauðann. MYND/AFP Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur skipað fjölmiðlum á Spáni að láta Ronaldinho í friði, en brasilíski snillingurinn hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir slaka frammistöðu. Rijkaard segir það ekki einum leikmanni að kenna að Barcelona sé ekki að spila eins það best getur. Ronaldinho viðurkenndi það sjálfur í síðustu viku að hann hefði oft verið í betra formi, en slök frammistaða hans í síðustu leikjum Barcelona hefur orðið til þess að kynda undir orðróm þess efnis að hann sé á förum frá félaginu. AC Milan, Chelsea og nokkur félög í Bandaríkjunum eru sögð reiðubúin að greiða fúlgur fjár fyrir leikmanninn en Rijkaard segir af og frá að Ronaldinho verði seldur. "Ronaldinho er ennþá lykilmaður fyrir okkur. Hann er líka hluti af liðinu og það verður að horfa á málið frá þeirri hlið. Ef að liðið er að spila illa, þá er það ekki bara vegna þess að einn leikmaður er að spila illa," sagði Rijkaard og átti þar við Ronaldinho. "Ég skil ekki allan þennan æsing. Þið ættuð að horfa á hvað hann er búinn að leggja upp mörg mörk á tímabilinu. Og hvað er hann búinn að skora mörg mörk? Hvað hefur hann unnið marga leiki fyrir okkur? Látið okkur í friði og gefið okkur tækifæri á að koma hlutunum í rétt lag," sagði Rijkaard argur á blaðamannafundi fyrir leik Barcelona og Celta Vigo í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl. 18. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur skipað fjölmiðlum á Spáni að láta Ronaldinho í friði, en brasilíski snillingurinn hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir slaka frammistöðu. Rijkaard segir það ekki einum leikmanni að kenna að Barcelona sé ekki að spila eins það best getur. Ronaldinho viðurkenndi það sjálfur í síðustu viku að hann hefði oft verið í betra formi, en slök frammistaða hans í síðustu leikjum Barcelona hefur orðið til þess að kynda undir orðróm þess efnis að hann sé á förum frá félaginu. AC Milan, Chelsea og nokkur félög í Bandaríkjunum eru sögð reiðubúin að greiða fúlgur fjár fyrir leikmanninn en Rijkaard segir af og frá að Ronaldinho verði seldur. "Ronaldinho er ennþá lykilmaður fyrir okkur. Hann er líka hluti af liðinu og það verður að horfa á málið frá þeirri hlið. Ef að liðið er að spila illa, þá er það ekki bara vegna þess að einn leikmaður er að spila illa," sagði Rijkaard og átti þar við Ronaldinho. "Ég skil ekki allan þennan æsing. Þið ættuð að horfa á hvað hann er búinn að leggja upp mörg mörk á tímabilinu. Og hvað er hann búinn að skora mörg mörk? Hvað hefur hann unnið marga leiki fyrir okkur? Látið okkur í friði og gefið okkur tækifæri á að koma hlutunum í rétt lag," sagði Rijkaard argur á blaðamannafundi fyrir leik Barcelona og Celta Vigo í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl. 18.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira