Enski boltinn

Arsenal valtaði yfir Liverpool í sögulegum leik

Julio Baptista hefur ekki verið í fyrrisögnunum síðan hann kom til Arsenal, en hann stimplaði nafn sitt varanlega í sögubækur á Englandi í kvöld með því að skora fjögur mörk í einum leik á Anfield
Julio Baptista hefur ekki verið í fyrrisögnunum síðan hann kom til Arsenal, en hann stimplaði nafn sitt varanlega í sögubækur á Englandi í kvöld með því að skora fjögur mörk í einum leik á Anfield NordicPhotos/GettyImages

Arsenal burstaði Liverpool 6-3 á Anfield í ótrúlegum knattspyrnuleik sem fer í sögubækurnar. Arsenal sló Liverpool út úr enska bikarnum um helgina og sló heimamenn út úr deildarbikarnum í kvöld. Julio Baptista skoraði fjögur mörk fyrir Arsenal og misnotaði þar að auki vítaspyrnu.

Jeremie Aliadiere kom Arsenal yfir í leiknum en Robbie Fowler jafnaði með laglegri hælspyrnu. Baptista kom Arsenal svo 2-1 yfir með marki beint úr aukaspyrnu. Alexandre Song og Julio Baptista komu svo gestunum í 4-1 með tveimur mörkum í röð rétt áður en flautað var til hlés.

Baptista misnotaði vítaspyrnu fyrir Arsenal á 56. mínútu þegar hann lét Jerzy Dudek verja frá sér, en hann skoraði samt fimmta mark liðsins á 60. mínútu. Eftir það hresstust heimamenn aðeins við mótlætið og þeir Sami Hyypia og Steven Gerrard minnkuðu muninn í 5-3, en hinn ótrúlegi Baptista kláraði svo leikinn með sjötta markinu á 84. mínútu í þessum ótrúlega knattspyrnuleik sem sýndur var beint á Sýn.

Þetta var fyrsti sigur Arsenal á Anfield í deildarbikarkeppninni og auk þess eitt stærsta tap liðsins á heimavelli í sögu félagsins. Liverpool fékk síðast á sig sex mörk á heimavelli árið 1930 þegar það tapaði 0-6 fyrir Sunderland.

Auk þess að vera niðurlægt á heimavelli varð liðið fyrir áfalli þegar vængmaðurinn Mark Gonzalez var borinn meiddur af velli - og Luis Garcia fór sömu leið.

Íslendingalið Reading tryggði sér áframhaldandi þáttöku í enska bikarnum í kvöld með 3-2 sigri á Burney, þar sem Ívar Ingimarsson var í liði Reading.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×