Erlent

Vilja ræða við Rússa um olíuflutninga

Ungverjar eru meðal þeirra sem fundið hafa fyrir aðgerðum Rússa.
Ungverjar eru meðal þeirra sem fundið hafa fyrir aðgerðum Rússa. MYND/AP

Evrópusambandið hefur boðið Rússum til viðræðna um olíuflutninga um Rússland. Sambandið vill með þessu reyna að leysa þá deilu sem uppi er og leitt hefur til þess að skrúfað hefur verið fyrir olíuflutninga til ýmsra ríkja í Evrópu.

Evrópusambandið dróst inn í deiluna þegar stjórnvöld í Moskvu áskökuðu Hvít-Rússa um að stela olíu og skrúfuðu því fyrir olíuleiðslu. Hvít-Rússar og Rússar hafa átt í deilum um skeið um olíu- og gasverð Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×