Erlent

Lífshættuleg iðja meðal bandarískra ungmenna

Stórhættulegur leikur breiðist nú út meðal ungra Bandaríkjamanna sem komnir eru með bílpróf. Sá hefur verið nefndur draugareið og lýsir sér í því að ungmenni stökkva út úr bílnum eða upp á bílinn á ferð án þess að nokkur sé við stýrið og dansa við háværa tónlist í hljómflutningstækjum bílsins.

Myndir af athæfinu hafa þegar verið sýndar á myndbandavefnum YouTube og þá minnist tónlistarmaðurinn E-40 á athæfið í einu laga sinna sem talið er hafa aukið útbreiðslu þess. Ekki þarf að fjölyrða um það að þessi iðja er stórhættuleg og hafa þegar tveir látist í Bandaríkjunum af hennar völdum og fjöldi bíla stórskemmst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×