Erlent

Margt sem ógnar friði í heiminum

Ban Ki-moon á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær.
Ban Ki-moon á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. MYND/AP

Áður óþekktar ógnir steðja að friði í heiminum og mikilvægt er að Sameinuðu þjóðirnar séu í stakk búnar til að takast á við þær. Þetta sagði Ban Ki-moon, nýr aðalritari Sameinuðu þjóðanna, í ræðu sinni í gær en hún er jafnframt sú fyrsta sem hann heldur í öryggisráðinu.

Ban Ki-moon sagði alþjóðasamfélagið standa víða frammi fyrir verkefnum allt frá Darfur-héraði til Mið-Austurlanda auk annarra átakasvæða í heiminum. Verkefnin lúta bæði að verndun mannréttinda íbúa svæðanna og að því að hjálpa þeim að öðlast meiri lífsgæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×