Erlent

Rannsakað hvort Bildt hafi þegið mútur

Yfirvöld í Svíþjóð hafa hafið rannsókn á viðskiptum Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í tengslum við eignarhlut hans í rússneska olíu og gasfyrirtækinu Vostok Nafta. Fréttavefur TV2 í Danmörku greinir frá þessu.

Bildt sat í stjórn fyrirtækisins en þurfti að víkja þegar hann tók við sem utanríkisráðherra Svíþjóðar í október á síðasta ári. Hann fékk fimmtíu milljónir íslenskra króna fyrir setu sína í stjórn fyrirtækisins en yfirvöld telja um duldar mútur að ræða þar sem þessi upphæð var ekki í samræmi við þá vinnu sem hann innti af hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×