Erlent

Sátu föst í lyftu á gamlárskvöld

Gamlárskvöldið fór á annan veg en áætlað var hjá ólánssömum hópi fólks í Schrannenhalle-verslunarmiðstöðinni í München. Í stað þess að eyða þessu síðasta kvöldi ársins í faðmi fjölskyldu og vina þurftu fjórtánmenningarnir að dúsa í þriggja fermetra stórri lyftu sem fest hafði á milli hæða.

Vökvabúnaður hennar gaf sig vegna þess að of margir voru í lyftunni og það þýddi jafnframt að allir urðu að standa sökum mikilla þrengsla. Það var svo ekki fyrr en tæpum þremur klukkustundum síðar að slökkviliði tókst að ná fólkinu úr prísundinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×