Erlent

Sjötíu skip gripin við ólöglegar veiðar við Noreg í fyrra

Norska strandgæslan hefur aldrei haft afskipti af jafnmörgum skipum á miðunum við Noreg vegna ólöglegra veiða og í fyrra eða sjötíu talsins. Þetta kemur fram á vef norska ríkisútvarpsins. Þar er eftir yfirmanni hjá strandgæslunni að fiskveiðibrotin verði sífellt grófari og skipulagðari en að betra skipulag við eftirlit á norsku miðunum hafi átt sinn þátt í því að fleiri hafi náðst. Vinnubrögðum strandgæslunnar var breytt nokkuð eftir að rússneski togarinn Elektron stakk af með tvo norska strandgæslumenn eftir að hafa verið staðinn að ólöglegum veiðum við Svalbarða síðla árs 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×