Erlent

Óttast um farþegavél með 102 um borð í Indónesíu

Ekkert hefur spurst til indónesískrar farþegavélar síðan klukkan 7 í morgun en hún átti að lenda um átta-leytið í morgun. 96 farþegar eru í vélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-400, og 6 áhafnarmeðlimir. Flugumferðarstjórar töpuðu sambandi við hana þegar hún var í 35 þúsund feta hæð á leið til Manado á Sulawesi-eyju.

Flugvélin var á leiðinni frá Jakarta til Manado með millilendingu í Surabaya. Flugið á milli Surabaya og Manado ætti ekki að taka nema tvo tíma en á miðri leið tapaðist samband við vélina og hefur ekki heyrst í henni síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×