Erlent

Fyrrverandi frú Reagan látin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Wyman átti farsælan feril í kvikmyndum.
Wyman átti farsælan feril í kvikmyndum. Mynd/ AFP
Óskarsverðlaunaleikkonan Jane Wyman lést á heimili sínu í Palm Springs í Kalíforníu í kvöld. Wyman var fyrsta eiginkona Ronalds Reagan fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hún lék í sjónvarpsmyndaflokknum vinsæla Falcon Crest. Wyman byrjaði að leika í kvikmyndum á fjórða áratug síðustu aldar, þegar hún gerði samning við Warner Bros framleiðendurna.

Hún lék í meira en 80 kvikmyndum á fjórum áratugum og var þekkt fyrir fagmannlega vinnu sína. Síðasta mynd hennar var How to Commit Marriage en þar lék hún á móti Bob Hope og Jackie Cleason. Wyman giftist Ronald Reagan árið 1940 en þau skildu átta árum síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×