Erlent

Telja öryggi sitt minna eftir herferð Bandaríkjamanna

MYND/AP

Sjö af hverjum tíu Írökum telja að öryggi á þeim stöðum þar sem Bandaríkjamenn hafa farið um í herferð sinni síðustu mánuði hafi versnað. Þetta leiðir skoðanakönnun á vegum BBC, ABC-fréttastofunnar og fleiri í ljós.

Könnunin var gerð á 450 stöðum í 18 héruðum Íraks í ágúst. Eins og greint hefur verið frá hefur Bandaríkjaher verið í herferð gegn uppreisnarmönnum síðasta hálfa árið og var hermönnum fjölgað í landinu af þeim sökum.

Hins vegar telja á bilinu 67-70 prósent Íraka að herferðin hafi hamlað uppbyggingu í landinu og viðræðum milli ólíkra hópa í landinu. Þá telur innan við þriðjungur Íraka að ástandið í landinu muni skána á næsta ári en nærri tveir þriðju landsmanna voru á þeirri skoðun fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×