Erlent

Allir netnotendur geta nú leitað að Fossett

Steve Fossett: Vinur hans Richard Branson stendur fyrir nýstárlegri leit að honum.
Steve Fossett: Vinur hans Richard Branson stendur fyrir nýstárlegri leit að honum.

Allir netnotendur í heiminum geta nú tekið þátt í leitinni að auðkýfingnum Steve Fossett með því að greina svæðið sem hann hvarf á. Um er að ræða óvenjulegt samstarf milli Richard Branson vinar Fossett og net-fyrirtækjanna Amazon og Google.

Verkefnið er þannig sett upp að hver sem vill taka þátt fær mynd af svæðinu sem sýnir 85 sinnum 85 metra þess. Viðkomandi skal síðan krossa við ef hann sér einhverja hluti á sínu svæði sem hann telur að rannsaka beri nánar.

Google hefur lagt fram myndir frá Google Earth til ráðstöfunar fyrir leitendur og Amazon hefur lagt fram tækniflötinn fyrir þær þar sem sjálfboðaliðar geta skráð sig inn og hafið leit. Svæðið sem rannsaka á með þessum hætti er um 44.000 ferkílómetrar að stærð. Ekkert hefur spurst af afdrifum Fossett síðan hann hvarf með flugvél sinni yfir Nevada s.l. mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×