Erlent

McCann hjónin gætu misst tvíburana

McCann hjónin á blaðamannafundi í Berlín. Þau hafa ferðast vítt og breitt um Evrópu til að vekja athygli á leitinni að dóttur þeirra.
McCann hjónin á blaðamannafundi í Berlín. Þau hafa ferðast vítt og breitt um Evrópu til að vekja athygli á leitinni að dóttur þeirra. MYND/Getty
Svo gæti farið að tveggja ára gamlir tvíburar McCann hjónanna yrðu settir í umsjá barnaverndaryfirvalda, í kjölfar langs fundar breskra félagsráðgjafa og lögreglu í gær um framtíð fjölskyldunnar.

Á vef Telegraph segir að starfsmenn barnaverndarnefndar í Leicesterskíri muni heimsækja McCann hjónin á næstu dögum til að kanna hvort nógu vel sé hugsað um tvíburana og hvort þeir hafi orðið fyrir áfalli vegna atburða undanfarinna mánaða.

Félagsmálayfirvöldum er skylt að rannsaka öll tilvik þar sem grunur leikur á að foreldrar hafi meitt börn sín. Fari svo að hjónin verði kærð formlega, eða neyðist til að dvelja langdvölum í Portúgal vegna málsins, gæti börnunum verið komið fyrir á fósturheimili .

Madeleine, fjögurra ára dóttir hjónanna, hvarf fyrir rúmum fjórum mánuðum frá hótelíbúð þeirra í Praia da Luz í Portúgal. Hennar hefur verið leitað ákaft síðan og hafa foreldrar hennar verið tíðir gestir í fjölmiðlum. Fyrir helgi var foreldrunum gefin staða grunaðra í málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×