Erlent

Önnur umferð í Gvatemala

Samkvæm fyrstu tölum þarf að efna til annarar umferðar í forsetakosningunum í Gvatemala sem fram fóru í gær. Hershöfðinginn fyrrverandi, Otto Perez Molina er með 26 prósent atkvæða en vinstrimaðurinn Alvaro Colom og stjórnarsinninn Alejandro Giammetti komu skammt á eftir en þeir fengju báðir 22 prósent atkvæða verði þetta lokatölur.

Frambjóðendur þurfa meira en 50 prósent atkvæða til þess að sigra kosningarnar, og því virðist ljóst að kalla verði til annarar umferðar. Kosningabaráttan í Gvatemala hefur verið gríðarlega blóðug og hafa tugir manna látist í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×