Erlent

Knútur í megrun

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur og hefur ísbjörninn Knútur fengið að kynnast því. Þessi heimsfrægi ísbjörn hefur nú verið sendur í megrun.

Knútur fæddist í dýragarðinu í Berlín í lok síðasta árs. Móðir hans hafnaði honum og bróður hans skömmu eftir að þeir komu í heiminn og drapst bróðir hans fljótlega. Knútur dafnaði hins vegar vel. Hann vakti strax mikla athygli meðal Berlínarbúa og aðkomumanna sem flykktust í garðinn til að sá litla ísbjarnarhúninn. Athyglin á honum jókst til muna þegar dýraverndarsamtök lýstu því yfir að best væri að lóga honum í stað þess að láta hann alast upp í dýragarði.

Fræðgarsól Knúts steig hratt og vakti Knútur snemma á þessu ári heimsathygli. Knútur eldist hins vegar eins og aðrir og eftir því sem hann stækkar hefur sjarmi bjarnarsins aðeins farið að minnka.

Auka fiskur og rúnstykki hafa sett strik í reikninginn en nú er svo komið að Knútur þykir orðinn alltof feitur. Umsjónarmenn hans hafa af honum nokkrar áhyggjur en Knútur vegur nú hátt í sextíu kíló og hefur sprengt vigtina sem notuð er til að fylgjast með þyngd hans.

Yfirmenn garðsins hafa gripið til þess ráðs að setja Knút í megrun og fylgjast þeir náið með mataræði hans. Spurning er svo hvort aðdáendur hans haldi dyggð við hann þrátt fyrir þyngdina og haldi áfram að mæta í garðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×