Maðurinn, sem var handtekinn fyrir morðið á fimm vændiskonum í Bretlandi þann 19. desember á nýliðnu ári, mun koma fyrir rétt í dag.
Morðin áttu sér stað á tveggja vikna tímabili frá lokum nóvember fram í desember og var rannsóknin sem leiddi til handtöku mannsins ein sú umfangsmesta í sögu Bretlands.