Erlent

Fyrsta umferð tyrknesku forsetakosninganna í dag

Abdullah Gul, forsetaframbjóðandi AK flokksins í Tyrklandi.
Abdullah Gul, forsetaframbjóðandi AK flokksins í Tyrklandi. MYND/AFP

Fyrsta umferð tyrknesku forsetakosninganna fer fram í dag en búist er við Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, beri sigur úr býtum. Tyrkneska þingið kýs forsetann og geta umferðirnar orðið allt að fjórar talsins.

Abdullah Gul er frambjóðandi AK flokksins en hann hefur meðal annars heitið því að stjórnmál og trúarbrögð verði áfram aðskilin í Tyrklandi nái hann kjöri.

Gul, sem er fyrrverandi islamisti, var einnig tilnefndur í vor en þá tókst andstæðingum hans að koma í veg fyrir fyrir framboð hans.

Nánast öruggt þykir að Gul nái að vinna sigur í kosningunum. Samkvæmt tyrkneskum lögum kýs þingið forseta landsins. Til að ná kjöri þarf forsetaframbjóðandi að fá tvo þriðju hluta atkvæða þingmann í fyrstu og annarri umferð kosninga. Í þeirri þriðju nægir að fá hreinan meirihluta. AK flokkurinn hefur meirihluta þingsæta og því þykir víst að Gul nái að landa sigri í þriðju umferð kosninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×