Vara Írana við afskiptum 1. febrúar 2007 13:05 Bandarísk stjórnvöld hafa varað Írana við að aðstoða íraska uppreisnarmenn í baráttu þeirra gegn erlenda setuliðinu. Landamærum Íraks að Sýrlandi og Íran var lokað í morgun. Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í samtali við BBC í morgun að vísbendingar væru um að Íranar hefðu á undanförnum misserum látið uppreisnarflokkum sjía um allt Írak í hendur sprengiefni og leiðbeiningar um notkun þess og það væri síðan notað til að ráðast gegn erlenda herliðinu sem er í landinu. Þannig hefði komið í ljós að menn sem handteknir voru í áhlaupi á íranska ræðismannsskrifstofu í Irbil í janúarbyrjun hefðu verið félagar í íranska byltingarverðinum en ekki diplómatar. Þessu hafa írönsk stjórnvöld neitað þráfaldlega. Í tengslum við þetta ákvað íraska ríkisstjórnin í morgun að loka landamærunum að Íran og stöðva allt flug til og frá Sýrlandi. Fyrir dyrum stendur enn eitt átakið gegn hermdarverkamönnum í landinu en talið er að nokkur hluti þeirra komi frá nágrannaríkjunum. Hinum megin Atlantshafsins stefnir allt í að öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum samþykki ályktun þar sem lagst er gegn þeim áformum Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í herliðinu í Írak. Ályktunin er fyrst og fremst táknræn en sú staðreynd að repúblikanar í öldungadeildinni hafi snúist gegn forseta sínum er talið vera Bush mikið áhyggjuefni. Þá lýstu tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, þau Henry Kissinger og Madeleine Albright, þeirri skoðun sinni í yfirheyrslum hjá utanríkismálanefnd þingsins í gær að til að ná árangri í Írak ætti að leggja ætti höfuðáherslu á uppbyggjandi viðræður við nágrannaríkin en eins og yfirlýsing Burns frá því morgun ber með sér eru slíkar viðræður ekki hátt skrifaðar hjá stjórninni í Washington. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa varað Írana við að aðstoða íraska uppreisnarmenn í baráttu þeirra gegn erlenda setuliðinu. Landamærum Íraks að Sýrlandi og Íran var lokað í morgun. Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í samtali við BBC í morgun að vísbendingar væru um að Íranar hefðu á undanförnum misserum látið uppreisnarflokkum sjía um allt Írak í hendur sprengiefni og leiðbeiningar um notkun þess og það væri síðan notað til að ráðast gegn erlenda herliðinu sem er í landinu. Þannig hefði komið í ljós að menn sem handteknir voru í áhlaupi á íranska ræðismannsskrifstofu í Irbil í janúarbyrjun hefðu verið félagar í íranska byltingarverðinum en ekki diplómatar. Þessu hafa írönsk stjórnvöld neitað þráfaldlega. Í tengslum við þetta ákvað íraska ríkisstjórnin í morgun að loka landamærunum að Íran og stöðva allt flug til og frá Sýrlandi. Fyrir dyrum stendur enn eitt átakið gegn hermdarverkamönnum í landinu en talið er að nokkur hluti þeirra komi frá nágrannaríkjunum. Hinum megin Atlantshafsins stefnir allt í að öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum samþykki ályktun þar sem lagst er gegn þeim áformum Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í herliðinu í Írak. Ályktunin er fyrst og fremst táknræn en sú staðreynd að repúblikanar í öldungadeildinni hafi snúist gegn forseta sínum er talið vera Bush mikið áhyggjuefni. Þá lýstu tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, þau Henry Kissinger og Madeleine Albright, þeirri skoðun sinni í yfirheyrslum hjá utanríkismálanefnd þingsins í gær að til að ná árangri í Írak ætti að leggja ætti höfuðáherslu á uppbyggjandi viðræður við nágrannaríkin en eins og yfirlýsing Burns frá því morgun ber með sér eru slíkar viðræður ekki hátt skrifaðar hjá stjórninni í Washington.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira