Erlent

Talíbanar enn með Suður-Kóreumenn í haldi

Varnarmálaráðherra Afghanistans sagði í dag að svæðið sem talið er að Talibanar haldi tuttugu og þremur suður Kóreumönnum hafi verið umkringt. Talibanar hafa framlengt fresti Suður Kóreumanna til að draga herlið sitt til baka frá Afghanistan.

Samninganefnd frá Suður Kóreu hefur verið send til viðræðna við Talibanana í Kabul og segjist bjartsýn á lausn fanganna. Í morgun fannst lík annars þjóðverjanna sem talibanar rændu á miðvikudag. Ekki hefur verið staðfest hvernig maðurinn lést, en utanríkisráðherra Afghanistans sagði í gær að annar þjóðverjanna hefði látist úr hjartabilun, en hinn væri á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×