Erlent

Flæddi inn í 80 þúsund byggingar

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Flóð halda áfram í Bretlandi í dag eftir úrhellisrigningar helgarinnar. Í morgun flæddi aftur yfir sum svæði Oxfordskíris. Aðstæður eru víða hættulegar, en hjálparsveitir björguðu hundruð manna í morgun og þurfti bæði báta og þyrlur til björgunarstarfsins. Flætt hefur inn í um 80 þúsund byggingar eða heimili og 200 þúsund manns verða beint fyrir óþægindum af völdum flóðanna.

Eitthvað hefur sjatnað í flóðunum frá því í morgun, en aðstæður eru enn afar slæmar á mörgum stöðum. Gloucesterskíri varð einna verst úti í flóðunum og í Evesham varð að bjarga fjörtíu manns í bát þar sem fólkið hafði verið fast á annarri hæð hótels án vatns og matar.

Bresk tryggingarfélög telja að tjónið hlaupi á hundruð milljóna bandaríkjadala, eða tugum milljarða íslenskra króna.

Talsmaður slökkviliðsins sagði að flóð væri á öllum þeim svæðum sem fyrirfram hafi verið varað við. Hundruð manns eyddu annarri nótt í neyðarskýlum. Úrkoman á einum sólarhring var víða sem svarar mánaðarúrkomu, en þar sem mest rigndi var í Pershore, um 200 kílómetra norðvestur af London, þar var úrkoma á einum sólarhring 145 millimetrar, sem er nánast þreföld mánaðarúrkoma.

fyrirfram hafi verið varað við. Hundruð manns eyddu annarri nótt í neyðarskýlum. Úrkoman á einum sólarhring var víða sem svarar mánaðarúrkomu, en þar sem mest rigndi var í Pershore, um 200 kílómetra norðvestur af London, þar var úrkoma á einum sólarhring 145 millimetrar, sem er nánast þreföld mánaðarúrkoma.

Lestarsamgöngur eru víða í lamasessi og einnig urðu tafir á flugi.

Búist er við frekari rigningum og er reynt að koma í veg fyrir að slæmt ástand skapist með því að loka vegum sem hætta er á að flæði yfir. Lögreglan vara þó við að tafir gætu orðið á hraðbrautum og beinir þeim tilmælum til fólks að það sé vel búið nesti ætli það að ferðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×