Erlent

20 manns farast í rútuslysi í Frakklandi

20 manns fórust í rútuslysi á suðurausturströnd Frakklands, nálægt bænum Grenoble í morgun. Um borð í rútunni voru 50 pólskir pílagrímar á leið til bæjarins La Mure og var rútan á leið niður bratta brekku þegar hún ók útaf veginum, hrapaði niður gljúfur þar sem hún varð alelda á svipstundu. Talið er að bremsubúnaður rútunnar hafi bilað sem varð til þess að ökumaðurinn missti stjórn á henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×