Erlent

Hárlokkur af Che Guevara seldur á 6,5 milljónir

MYND/AFP

Hárlokkur af byltingarmanninum Che Guevara var seldur á uppboði í Bandaríkjunum í dag fyrir um 6,5 milljónir króna. Kaupandinn er sjötugur bóksali í Texas en seljandinn er fyrrum leyniþjónustumaður hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIA.

Mikil öryggisgæsla var í kringum húsið þar sem uppboðið fór fram. Óttast var að hópar vinstrimanna kynnu að efna til mótmæla vegna uppboðsins. Auk hárlokksins voru einnig boðnar upp ljósmyndir af líki Che Guevara og fingrafar sem var tekið að honum látnum.

Hinn sjötugi kaupandi segist ætla að hafa hárlokkinn til sýnis í bókabúð sinni í Texas.

Che Guevara var myrtur í Bólivíu árið 1967. Talið er líklegt að bandaríska leyniþjónustan hafi átt hlut í máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×