Erlent

Sarkozy útilokar ekki loftárásir á Íran

Sarkozy vandar Írönum ekki kveðjurnar.
Sarkozy vandar Írönum ekki kveðjurnar. MYND/Getty
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sagði í dag að diplómatískur þrýstingur væri eini valkosturinn við íranska sprengju - eða sprengjuárás á Íran.

Í fyrstu stóru ræðu sinni um utanríkismál sagði Sarkozy það gersamlega ólíðandi að Íran eignaðist kjarnorkuvopn. Stórveldin ættu því að halda áfram stefnu sinni um að einangra landið með vipskiptabönnum, en vera um leið tilbúin til viðræðna ef Íran hætti tilraunum sínum með kjarnorku.

,,Þetta er eina leiðin til að komast hjá valkosti sem er hörmulegur: að Íran eignist sprengjuna, eða að Íran verði sprengt" sagði Sarkozy, og bætti því við að þetta væri alvarlegasta ógnin sem steðjaði að heiminum í dag.

Forsetinn hnykkti á hefðbundnum baráttumálum sínum í utanríkismálum. Hann sagðist sem fyrr mótfallinn inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið, en sagðist styðja myndun Miðjarðarhafssambands, sem Tyrkland yrði meðlimur í. Þá sagðist hann vilja fjölga G-8 ríkjunum, og taka stærstu þróunarlöndin inn í ríkjasambandið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×