Erlent

Bauð samföngum sínum upp á pizzur

Kjell Inge Rökke.
Kjell Inge Rökke.

Kjell Inge Rökke, norska auðmanninum sem setið hefur í fangelsi í heimalandi sínu í þrjár vikur hefur verið sleppt úr haldi, viku á undan áætlun. Norskir miðlar greina frá því að hann hafi farið rakleiðis í sumarfrí eftir að afplánun lauk. Hann gleymdi þó ekki samföngum sínum því hann lét það verða sitt fyrsta verk utan múra fangelsisins að panta pizzur handa sambýlingum sínum fyrrverandi.

Á mánudagskvöldið komu því pizzasendlar færandi hendi í Hof fangelsið í nágrenni Oslóar með 95 gómsætar pizzur, eina á mann, að því er norskir miðlar segja.

Með sendingunni fylgdi kort sem á stóð: „Með kveðju frá Spáni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×