Erlent

Eftirvænting eftir ræðu Ahmadinejad

Ahmadinejad mun ávarpa Allsherjarþingið í dag.
Ahmadinejad mun ávarpa Allsherjarþingið í dag. MYND/AFP

Árlegur fundur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hefst í New York í dag. Leiðtogar munu þá ávarpa þingið og er beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir ræðu Bandaríkjamanna og Írana. Gert er ráð fyrir að Bush Bandaríkjaforseti ræði um mannréttindi og frelsi. Mahmoud Ahmadinejad forseti Íran mun líklega endurtaka yfirlýsingu um að kjarnorkuáætlun landsins sé einungis í friðsamlegum tilgangi.

Árlegur fundur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hefst í New York í dag. Leiðtogar munu þá ávarpa þingið og er beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir ræðu Bandaríkjamanna og Írana. Gert er ráð fyrir að Bush Bandaríkjaforseti ræði um mannréttindi og frelsi. Mahmoud Ahmadinejad forseti Íran mun líklega endurtaka yfirlýsingu um að kjarnorkuáætlun landsins sé einungis í friðsamlegum tilgangi.

Þá mun Nicolas Sarkozy forseti Frakklands ávarpa þingið í fyrsta sinn.

Venja er að hver einasti þjóðarleiðtogi, eða fulltrúi hans, ávarpi þingið í allt að 15 mínútur. Ræðuefni er frjálst og þess er gjarnan beðið að heyra ræður helstu aðildarþjóðanna.

Fyrstur á mælendaskrá í dag er Luiz Inacio Lula da Silva forseti Brasilíu og næstur er George Bush.

Ahmadinejad hélt ræðu í columbia háskólanum í New York í gær. Þar fór hann fram á frekari rannsóknir á Helförinni og hélt því fram að Íranar hefðu rétt á friðsamlegu kjarnorkuáætlun sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×