Erlent

Ki-moon segir verkefnin krefjandi

Ban Ki-moon í ræðu sinni við setningu Allsherjarþingsins í dag.
Ban Ki-moon í ræðu sinni við setningu Allsherjarþingsins í dag. MYND/AFP

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í ræðu við upphaf Allsherjarþingsins í dag að leiðtogum heimsins biðu afar krefjandi og niðurdrepandi verkefni. Hann nefndi fátækt, hlýnun jarðar og átökin í Darfur. Þá biðlaði hann einnig til herstjórnarinnar í Burma að halda aftur af sér gagnvart mómælendum sem krefjast lýðræðis.

Þess er nú beðið að Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans stígi í ræðustól, en Bush Bandaríkjaforseti talaði í sinni ræðu um frekari viðskiptaþvinganir á Burma og kosningar á Kúbu, en hann sagði valdatíð Fidel Castros að líða undir lok.

Venjan er sú að forseti eða forsætisráðherra tali á þinginu, en í sumum tilfellum utanríkisráðherra. Hver leiðtoganna hefur 15 mínútur og getur talað um hvað sem er.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er á Allsherjarþinginu fyrir Íslands hönd. Hún er næstsíðust á mælendaskrá í þessari viku og verður ekki í ræðupúlti fyrr en seint á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×