Erlent

Vilja aðgerðir gegn loftlagsbreytingum

Meirihluti jarðarbúa telur nauðsynlegt að ríki í heiminum grípi strax til stórtækra aðgerða til að bregðast við loftlagsbreytingum. Þetta kemur fram í könnun sem breska ríkisútvarpið, BBC, stóð að.

Alls tóku 22 þúsund manns í 21 landi þátt í könnuninni. Samkvæmt niðurstöðum hennar telja um 65 prósent aðspurðra að grípa verði strax til stórtækra aðgerða til að bregðast við loftlagsbreytingum. Þá telja um 80 prósent að breytingarnar séu fyrst og fremst af mannanna völdum. Flestir kenna iðnaði og samgöngum um aukna mengun í heiminum.

Að mati þeirra sem stóðu að könnuninni benda niðurstöður hennar til mikillar afstöðubreytingar meðal fólks í heiminum gagnvart náttúruvernd. Yfir sjötíu prósent aðspurðra telja nauðsynlegt að ríki heims geri með sér samkomulag um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ennfremur vilja flestir að samkomulagið nái einnig til ríkja þriðja heimsins sem fái í staðinn fjárhagsaðstoð frá auðugri ríkjum.

 

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×