Erlent

Rússibani lenti á öryggishliði

Að minnsta kosti einn lét lífið og tuttugu einn slasaðist þegar rússibani lenti á öryggishliði í skemmtigarði í vesturhluta Japan í morgun. Talið er að rússibaninn hafi verið sjötíu og fimm kílómetra hraða þegar slysið varð.

Tveir þeirra slösuðu liggja þungt haldnir. Talið er brotinn öxull sem var undir einum af sex vögnunum hafi orsakað valdið því að rússibaninn lenti á hliðinu. Rússibaninn tók tuttugu og fjóra í sæti en skemmtigarðinum var lokað eftir slysið en rannsókn stendur nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×