ÍA: Hvað gerir Guðjón upp á Skaga? 5. maí 2007 07:30 Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu. Skagamenn hafa ekki verið tvö ár í röð í neðri hluta deildarinnar síðan 1990 þegar liðið féll síðast úr deildinni. Skagamenn ollu miklum vonbrigðum með því að ná aðeins sjötta sæti í fyrra en að þessu sinni eru engar kröfur um titla upp á Skaga enda eru menn að byggja upp framtíðarlið. ÍA er búið að endurheimta einn besta þjálfara sem Ísland hefur alið og það má aldrei afskrifa lið sem hafa Guðjón Þórðarson í brúnni. Guðjón er mættur upp á Skaga í fjórða sinn og verkefnið hefur líklega aldrei verið stærra. Líkt og þegar hann tók við Skagamönnum í annað sinn 1991 þarf hann að byggja upp nýtt lið. Margir reynslumiklir leikmenn hafa yfirgefið Skipaskagann og það er ekki eins og liðið hafi ekki verið byggt upp af ungum leikmönnum fyrir. Guðjón þarf nauðsynlega á því að halda að synirnir Bjarni og Þórður Guðjónsson spili sinn besta bolta í sumar. Þeir hafa spilað vel undir föður sínum hingað til og þrátt fyrir að þeir skori kannski ekki 13 (Bjarni 1996) og 19 mörk (Þórður 1993) eins og þeir gerðu síðast þá ættu þeir að gera verið tveir af betri leikmönnum Landsbankadeildarinnar í sumar. Stærsta spurningamerkið er hvaða erlenda leikmenn Guðjón krækir í. Hann ætlar að fá sér tvo góða leikmenn sem vega upp veikleika liðsins og passi þeir inn í Skagaliðið þá aldrei að vita hvað gerist. Guðjón mun spila skipulegan og skynsaman bolta og það er öruggt að ÍA-liðið verður einn erfiðasti andstæðingur í deildinni. Hvað það á eftir að skila í stigatölfunni er hinsvegar eitt stórt spurningarmerki. Lykilmaðurinn: Bjarni Guðjónsson átti mjög gott tímabil í fyrra og var valinn leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu. Það var ekki við Bjarna að sakast að gengi liðsins var ekki betra en hann skoraði 5 mörk og gaf 7 stoðsendingar þrátt fyrir að spila stóran hluta tímabilsins í öftustu varnarlínu liðsins. Bjarni er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Hann ætti að fá að spila sína stöðu í sumar og myndi því stýra leik Skagamanna á miðjunni. Bjarni átti sitt besta tímabil til þessa þegar hann spilaði síðast fyrir föður sinn og það má því búast við góðu sumri. X-faktorinn: Þórður Guðjónsson er áfram spurningarmerki. Heimkoma hans er búin að vera sama hrakfallasaga og síðustu fimm tímabil hans í atvinnumennskunni. Hann er búinn að vera meiddur og hefur lítið getað beitt sér. Það hefur aldrei verið mikilvægara fyrir Skagaliðið að Þórður verði klár enda einn fárra reynslubolta liðsins í ungu liði Skagamanna. Okkar einkunn: Þjálfari 10, Markvarsla 5 Vörn 5 Miðja 8 Sókn 2 Breidd 2 Liðsstyrkur 1 Heimavöllur 9 Áhorfendur 8 Hefð/Reynsla 8. Gengi í vormótunum: 2 sigrar, 1 jafntefli, 4 töp Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu en næstu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Við spáum Skagamönnum sjötta sætinu. Skagamenn hafa ekki verið tvö ár í röð í neðri hluta deildarinnar síðan 1990 þegar liðið féll síðast úr deildinni. Skagamenn ollu miklum vonbrigðum með því að ná aðeins sjötta sæti í fyrra en að þessu sinni eru engar kröfur um titla upp á Skaga enda eru menn að byggja upp framtíðarlið. ÍA er búið að endurheimta einn besta þjálfara sem Ísland hefur alið og það má aldrei afskrifa lið sem hafa Guðjón Þórðarson í brúnni. Guðjón er mættur upp á Skaga í fjórða sinn og verkefnið hefur líklega aldrei verið stærra. Líkt og þegar hann tók við Skagamönnum í annað sinn 1991 þarf hann að byggja upp nýtt lið. Margir reynslumiklir leikmenn hafa yfirgefið Skipaskagann og það er ekki eins og liðið hafi ekki verið byggt upp af ungum leikmönnum fyrir. Guðjón þarf nauðsynlega á því að halda að synirnir Bjarni og Þórður Guðjónsson spili sinn besta bolta í sumar. Þeir hafa spilað vel undir föður sínum hingað til og þrátt fyrir að þeir skori kannski ekki 13 (Bjarni 1996) og 19 mörk (Þórður 1993) eins og þeir gerðu síðast þá ættu þeir að gera verið tveir af betri leikmönnum Landsbankadeildarinnar í sumar. Stærsta spurningamerkið er hvaða erlenda leikmenn Guðjón krækir í. Hann ætlar að fá sér tvo góða leikmenn sem vega upp veikleika liðsins og passi þeir inn í Skagaliðið þá aldrei að vita hvað gerist. Guðjón mun spila skipulegan og skynsaman bolta og það er öruggt að ÍA-liðið verður einn erfiðasti andstæðingur í deildinni. Hvað það á eftir að skila í stigatölfunni er hinsvegar eitt stórt spurningarmerki. Lykilmaðurinn: Bjarni Guðjónsson átti mjög gott tímabil í fyrra og var valinn leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu. Það var ekki við Bjarna að sakast að gengi liðsins var ekki betra en hann skoraði 5 mörk og gaf 7 stoðsendingar þrátt fyrir að spila stóran hluta tímabilsins í öftustu varnarlínu liðsins. Bjarni er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Hann ætti að fá að spila sína stöðu í sumar og myndi því stýra leik Skagamanna á miðjunni. Bjarni átti sitt besta tímabil til þessa þegar hann spilaði síðast fyrir föður sinn og það má því búast við góðu sumri. X-faktorinn: Þórður Guðjónsson er áfram spurningarmerki. Heimkoma hans er búin að vera sama hrakfallasaga og síðustu fimm tímabil hans í atvinnumennskunni. Hann er búinn að vera meiddur og hefur lítið getað beitt sér. Það hefur aldrei verið mikilvægara fyrir Skagaliðið að Þórður verði klár enda einn fárra reynslubolta liðsins í ungu liði Skagamanna. Okkar einkunn: Þjálfari 10, Markvarsla 5 Vörn 5 Miðja 8 Sókn 2 Breidd 2 Liðsstyrkur 1 Heimavöllur 9 Áhorfendur 8 Hefð/Reynsla 8. Gengi í vormótunum: 2 sigrar, 1 jafntefli, 4 töp
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
HK: Nýliðarnir númeri of litlir Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu ellefu daga munum við birta spá íþróttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Landsbankadeild karla 2007. Það spáir nýliðum HK 10. sætinu og að Kópavogsliðið falli því úr deildinni í haust. 1. maí 2007 17:32