Erlent

Hefur litla trú á fyrirhugaðri friðarráðstefnu

Mohammad Dahlan.
Mohammad Dahlan. MYND/AFP

Litlar líkur eru á því að fyrirhuguð friðarráðstefna í Mið-Austurlöndum skili árangri þar sem hvorki Bandaríkin né Ísrael eru tilbúin að skuldbinda sig gagnvart mögulega samkomulagi. Þetta kom fram máli Mohammad Dahlan, eins af leiðtogum Fatah samtakanna á fundi í Genf í Sviss.

Að sögn Mohammad Dahlan skortir verulega á að Bandaríkin og Ísrael séu tilbúin að ganga til viðræðna af fullri alvöru. „Ef þetta verður enn einn fundurinn sem gengur út á að skipuleggja næsta fund og stilla sér fyrir framan ljósmyndara er ljóst að hann mun mistakast hrapalega," sagði Mohammad í Sviss.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur reynt að fá Ísraelsmenn til að samþykkja rammasamkomulag áður en friðarfundurinn í nóvember hefst. Hingað til hafa Ísraelsmenn einungis viljað fallast á sameiginlega markmiðs yfirlýsingu fundarins. Dahlan telur ljóst að þetta þýði að bæði stjórnvöld í Ísrael og Bandaríkjunum líti á fundinn sem enn eina ráðstefnuna án þess að gengið sé til viðræðna með fullri alvöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×