Erlent

Al-Kaída lýsir yfir ábyrgð á sprengjuárásum í Alsír

Fréttir » Erlent    Letur   
Ayman al-Zawahiri, næstráðandi al-Kaída.
Fréttir » Erlent Letur Ayman al-Zawahiri, næstráðandi al-Kaída. MYND/AFP

Hluti Al-Kaída samtakanna í Norður-Afríku hafa lýst yfir ábyrgð á tveimur sprengjuárásum í Alsír sem urðu að minnst fimmtíu manns að bana. Frá þessu var greint á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í kvöld.

Fram kom á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera að hópur Al-Kaída liða meðal herskárra múslima í Alsír hafi lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á vefsíðu. Ekki var nánar greint frá yfirlýsingunni.

Fyrri sprengjan sprakk í borginni Batna á fimmtudaginn. Hún sprakk í miðjum mannfjölda sem beið komu forseta Alsírs. Varð hún 20 manns að bana. Þá létust 37 í sprengjuárás í borginni Dellys í Alsír í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×