Erlent

Fossett ófundinn

Enn hefur ekkert spurst til milljarðarmæringsins og ævintýramannsins Steves Fossett en hans hefur verið leitað síðan á mánudag. 26 flugvélar og þyrlur leita hans nú í Nevada og eru leitarmenn vongóðir um að finna Fossett á lífi þar sem hann er þekktur fyrir að bjarga sér oft á ótrluegan hátt úr háska.

Fossett lagði af stað á lítilli flugvél á mánudag frá einkaflugvelli nálægt Reno í Nevada í Bandaríkjunum en lét engan vita hvert hann ætlaði eða hvað hann væri að fara að gera. Leitarsvæðið er gríðarlega stórt og víðfeðmt. Fossett er þekktur fyrir ævintýramennsku sýna og á 116 hraða og lengdarmet á landi, lofti og láði og var fyrsti maðurinn til að fljúga hringinn í kringum jörðina í loftbelg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×