Erlent

Króna veikist vegna óvissu á erlendum hlutabréfamörkuðum

Krónan hefur veikst um tæp þrjú prósent á síðustu þremur dögum en talið er að rekja megi lækkunina til óvissu á erlendum hlutabréfamörkuðum undanfarið.

Hlutabréf hafa víða um heim fallið í verði á síðustu dögum. Hlutabréf í Asíu hröpuðu töluvert þegar markaðir opnuðu í morgun. Hlutabréf um allan heim lækkuðu nokkuð í gær þegar fjárfestar ákváðu margir hverjir að flytja peningana sína í skuldabréf eða aðrar öruggari fjárfestingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×