Erlent

Sérstakt Prúðuleikarasafn

Fjölskylda Jims Henson, höfundar Prúðuleikaranna, hefur ákveðið að gefa brúðusafni í Atlanta allar brúður Hensons. Opnuð verður ný deild innan safnsins sem tileinkað verður honum. Vince Anthony, stofnandi safnsins í Atlanta, segir að aðdáendur hans muni geta kynnst lífi hans og störfum í nýja safninu. Henson opnaði safnið formlega fyrir 29 árum með því að gefa froskinn Kermit til safnsins. Henson lést árið 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×