Erlent

Frakkar styðja þjóðstjórn Palestínumanna

Abbas leiðtogi Fatah og Mashaal leiðtogi Hamas fallast í faðma í Mekka í gær
Abbas leiðtogi Fatah og Mashaal leiðtogi Hamas fallast í faðma í Mekka í gær AP

Frakkar taka nýrri þjóðstjórn Palestínumanna fagnandi. Philippe Douste-Blazy utanríkisráðherra Frakka hvetur alþjóðasamfélagið til þess að standa við bakið á þjóðstjórninni.

Forsvarsmenn Evrópusambandsins skoða nú innihald samkomulags Fatah og Hamas. Talskona Javier Solana utanríkismálastjóra Evrópusambandsins sagði sambandið hafa beðið lengi eftir samkomulagi sem héldi á milli fylkinga Palestínumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×