Erlent

Kastró lét ekki sjá sig

MYND/AFP

Fidel Kastró, leiðtogi Kúbu, var fjarverandi þegar haldið var upp á baráttudag verkalýðsins í höfuðborg landsins, Havana, í dag. Kastró hefur verið fjarri opinberu sviðsljósi allt frá því að hann fór í uppskurð vegna veikinda fyrir níu mánuðum.

Fyrir hátíðarhöldin í dag hafði Kastró hvatt landsmenn til að nýta daginn til að mótmæla gegn bandarískum stjórnvöldum. Vangaveltur höfðu verið uppi um að hann myndi láta sjá sig við upphaf hátíðarhaldanna á Torgi byltingarinnar í Havana. Kastró var hins vegar fjarri góðu gamni og lét ekki sjá sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×