Erlent

Neitar að hafa banað Bhutto

Herskár pakistanskur klerkur, sem sagður er tengjast al Kaída hryðjuverkasamtökunum, neitar því staðfastlega að bera ábyrgð á morðinu á Benasír Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans.

Þarlend stjórnvöld greindu frá því í gær að Bætúlla Mesúd, sem er efstur á lista Pakistana yfir eftirlýsta glæpamenn, hefði skipulagt ódæðið. Pakistanska leyniþjónustan hefði hlerað og hljóðritað símtal þar sem Mesúd óskaði liðsmönnum sínum til hamingju með árásina. Þessu vísar talsmaður Mesúds alfarið á bug - segir það stríða gegn íslam að ráðast á og myrða konur.

Hann segir Músad fórnarlamb Musharrafs forseta sem vilji klína morðinu á hann. Leyniþjónustan, herinn og stjórnvöld beri ábyrgð á dauða Bhuttos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×