Erlent

Hundur banaði ungabarni

Rotweiler hundur banaði eins árs dreng á heimili í Wakefield í suð-austur hluta Englands í gær. Drengurinn var gestkomandi ásamt foreldrum sínum í húsinu þar sem frændfólk þeirra býr. Hundurinn réðst á drenginn og reyndi að rífa hann á hol. Strákurinn særðist illa og var þegar fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Hundinum var þegar lógað. Lögregla rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×