Erlent

Discovery skotið á loft á morgun

MYND/AFP

Geimskutlunni Discovery verður skotið á loft frá Flórídaskaga á morgun en för hennar heitið að alþjóðlegu geimstöðinni. Þar mun geimskutlan dvelja í fjórtán daga á meðan áhöfn hennar sinnir viðhaldi og endurbætum á geimstöðinni.

Um borð í Discovery er meðal annars tækjabúnaður frá Evrópsku geimferðarstofnuninni en hann á að nota til að setja upp fullkomna rannsóknarstofu í geimstöðinni. Um er að ræða fyrstu rannsóknarstofu Evrópsku geimferðarstofnunarinnar í geimnum.

Gert er ráð fyrir að geimskutlunni verði skotið á loft laust eftir klukkan hálf fjögur á morgun ef veður leyfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×