Erlent

Írösk stjórnvöld setja lög um málaliða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Blackwater málaliðarnir
Blackwater málaliðarnir
Ríkisstjórnin í Írak hefur lagt fram lagafrumvarp fyrir þingið, sem felur í sér að erlendir málaliðar sem starfa í landinu heyri undir írösk lög. Slík lög myndu koma í veg fyrir að hægt sé að veita þeim friðhelgi.

Þegar Saddam Hussain, fyrrverandi Íraksforseta var steypt af stóli árið 2003 og amerísk bráðabirgðastjórn tók við völdum var lögum breytt þannig að málaliðar í Írak heyrðu undir lög síns heimaríkis. Þannig gátu þeir notið friðhelgi í Írak óháð vilja íraskra stjórnvalda. Nú stendur til að fella þessi lög bráðabirgðastjórnarinnar úr gildi.

Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að Blackwater málaliðarnir drápu 17 óbreytta íraska borgara í síðasta mánuði, en ólíklegt er að lögin verði afturvirk. Þau munu því ekki hafa áhrif á þetta mál Blacwater málaliðanna.

Þá ætla Robert Gates varnarmálaráðherra og Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna að skipa nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir starfsreglur málaliða sem starfa á vegum bandarískra stjórnvalda í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×