Sextán ára stúlka er í haldi lögreglu eftir að lík nýfædds barns hennar fannst í þvottavél á heimili hennar í borginni Frankfurt an der Oder í austurhluta Þýskalands í gær.
Faðir stúlkunnar fann barnið, sem þá hafði að sögn þýskra fjölmiðla farið í gegnum þvottahring með rúmfötum heimilisins.
Stúlkan sagði lögreglu að barnið hefði fæðst andvana og hún hefði falið lík þess í þvottakörfunni. Henni hafði tekist að leyna óléttunni.
Í fyrra var kona í sömu borg dæmd í fimmtán ára fangelsi fyrir að drepa átta nýfædd börn sín. Sum þeirra hafði hún grafið í blómapottum á heimili sínu.
Erlent