Erlent

Búið að slökkva skógarelda í Þýskalandi

MYND/AFP

Slökkviliðsmönnum í Þýskalandi hefur tekist að slökkva skógarelda sem geysað hafa þar í landi frá því á föstudaginn. Aðeins sviðin jörð er nú þar sem áður voru þéttvaxnir skógar. Eldsupptökin eru rakin til mikilla hlýinda.

Skógareldarnir kviknuðu á fjölmörgum stöðum í Suður-Þýskalandi og Austurríki síðastliðinn föstudag. Eru eldsupptök rakin til sinubruna en mikil hlýindi hafa verið í Mið-Evrópu að undanförnu og gróður víða skraufþurr.

Slökkviliðsmenn munu vakta svæðið á næstu dögum því enn er óttast að eldar geti kviknað að nýju.

Skógareldar eru ekki fátíðir í Mið-Evrópu á þessum árstíma en eru venjulega mun minni í sniðum og þeir sem geysuðu nú um helgina. Haft er eftir Franz Brosinger, yfirmanni skógarráðs Bæjaralands, í frétt á fréttavef Süddeutsche Zeitung að vaxandi hlýindi í kjölfar loftlagsbreytinga muni valda því að í framtíðinni verði eldar af þessari stærðargráðu mun algengari en áður.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×