Erlent

Þóttist vera skyld skipverja af Borubon Dolphin

MYND/AP

Kona í Noregi reyndi að svíkja út fé í með því að ljúga því að hún væri ættingi eins mannanna sem saknað er eftir að norska dráttarbátnum Bourbon Dolphin hvolfdi úti fyrir Hjatlandseyjum í síðustu viku.

Eftir því sem fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins hafði konan, sem er á sjötugsaldri, samband við söfnuð í Tromsö og vildi fá peninga til að komast til ættingja sinna í Fosnavaag, bænum þaðan sem flestir skipverjanna voru.

Prestinn grunaði að ekki væri allt með felldu og hafði samband við lögreglu. Við yfirheyrslur sagði konan að einn þeirra sem saknað væri, væri bróðir sinn en að hún myndi ekki hvað hann héti þar sem hann hefði oft skipt um nafn og hún væri með alzheimer.

Um síðir viðurkenndi hún að hún væri að ljúga en söfnuðurinn hefur ákveðið að kæra hana ekki fyrir uppátækið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×