32 látnir eftir skotárás í bandarískum háskóla 16. apríl 2007 16:09 32 eru látnir eftir skotárás í Virgina-tækniháskólanum í Blacksburg í Virginiuríki í Bandaríkjunum í dag. Um 20 manns eru á spítala með skotsár. Talið er að einn maður hafi verið að verki í í tveimur árásum með um tveggja klukkustunda millibili. Samkvæmt nýjustu fregnum var byssumaðurinn ungur karlmaður af asískum uppruna. Hann mun hafa komið inn í skólann að leita að kærustunni sinni, vopnaður skammbyssu og hóf brátt skothríðina. Hann fór meðal annars inn í skólastofu og skaut á nemendur sem þar voru og síðan á heimavist skólans. Dagmar Kristín Hannesdóttir, sem er í doktorsnámi í sálfræði við skólann, sagðist í samtali við Stöð 2 að klukkustund hafi verið liðin af fyrstu kennslustund morgunsins þegar fréttir bárust af því að byssumaður væri laus í skólanum. Hún sagði að yfirmaður hefði komið og beðið um að kennslustofunni yrði læst þegar í stað. Það var gert strax og við tók bið í eina og hálfa klukkustund. Dagmar segir að þann tíma hafi takmarkaðar fréttir af ástandinu borist þeim. Síðan þegar ljóst hafi orðið hversu margir voru drepnir hafi alger skelfing gripið um sig í skólanum. "Ég brotnaði alveg saman, ég hafði ekki áttað mig á því að þetta væri svona rosalegt," sagði Dagmar í samtali við Stöð 2 í kvöld. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir hryllingi vegna skotárásanna. Talsmaður hans sagði hann fyrst og fremst hugsa um fjölskyldur þeirra sem létu lífið og að hann samhryggðist þeim. Óstaðfestar fregnir herma að fleiri kunni að vera látnir en ekki liggur fyrir hvort árásarmaðurinn hafi svipt sig lífi. Sjónvottar sögðu að nemendur jafnvel stokkið út á fjórðu hæð skólans til að forðast árásarmanninn. Ekki er vitað hvort að byssumaðurinn hafi verið nemandi í skólanum. 26 þúsund manns eru í skólanum. Allri kennslu hefur verið hætt í honum og var fólki sem statt var á háskólasvæðinu ráðlagt að læsa að sér og halda sig frá gluggum. Tólf létu lífið í sams konar skotárás í Columbine-framhaldsskólanum í Littleton í Colorado árið 1999. Þá særðust 24. Lögreglumenn sjást hér bera fólk út úr skólanum.APFréttamynd úr CNN í dagAPLögreglumenn á vakt fyrir utan skólann.APLögreglumaður sést hér handtaka einn á skólalóðinni í tengslum við skotárásirnar.APÖnnur mynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn að störfum á skólalóðinni.APSkjámynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn bera saman bækur sínar áður en þeir fara inn á skólalóðina.APLögreglumenn bera sært fólk út úr skólabyggingunni.APLögreglumenn sjást hér bera sært fólk úr einni af byggingum skólans.AP Erlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
32 eru látnir eftir skotárás í Virgina-tækniháskólanum í Blacksburg í Virginiuríki í Bandaríkjunum í dag. Um 20 manns eru á spítala með skotsár. Talið er að einn maður hafi verið að verki í í tveimur árásum með um tveggja klukkustunda millibili. Samkvæmt nýjustu fregnum var byssumaðurinn ungur karlmaður af asískum uppruna. Hann mun hafa komið inn í skólann að leita að kærustunni sinni, vopnaður skammbyssu og hóf brátt skothríðina. Hann fór meðal annars inn í skólastofu og skaut á nemendur sem þar voru og síðan á heimavist skólans. Dagmar Kristín Hannesdóttir, sem er í doktorsnámi í sálfræði við skólann, sagðist í samtali við Stöð 2 að klukkustund hafi verið liðin af fyrstu kennslustund morgunsins þegar fréttir bárust af því að byssumaður væri laus í skólanum. Hún sagði að yfirmaður hefði komið og beðið um að kennslustofunni yrði læst þegar í stað. Það var gert strax og við tók bið í eina og hálfa klukkustund. Dagmar segir að þann tíma hafi takmarkaðar fréttir af ástandinu borist þeim. Síðan þegar ljóst hafi orðið hversu margir voru drepnir hafi alger skelfing gripið um sig í skólanum. "Ég brotnaði alveg saman, ég hafði ekki áttað mig á því að þetta væri svona rosalegt," sagði Dagmar í samtali við Stöð 2 í kvöld. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir hryllingi vegna skotárásanna. Talsmaður hans sagði hann fyrst og fremst hugsa um fjölskyldur þeirra sem létu lífið og að hann samhryggðist þeim. Óstaðfestar fregnir herma að fleiri kunni að vera látnir en ekki liggur fyrir hvort árásarmaðurinn hafi svipt sig lífi. Sjónvottar sögðu að nemendur jafnvel stokkið út á fjórðu hæð skólans til að forðast árásarmanninn. Ekki er vitað hvort að byssumaðurinn hafi verið nemandi í skólanum. 26 þúsund manns eru í skólanum. Allri kennslu hefur verið hætt í honum og var fólki sem statt var á háskólasvæðinu ráðlagt að læsa að sér og halda sig frá gluggum. Tólf létu lífið í sams konar skotárás í Columbine-framhaldsskólanum í Littleton í Colorado árið 1999. Þá særðust 24. Lögreglumenn sjást hér bera fólk út úr skólanum.APFréttamynd úr CNN í dagAPLögreglumenn á vakt fyrir utan skólann.APLögreglumaður sést hér handtaka einn á skólalóðinni í tengslum við skotárásirnar.APÖnnur mynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn að störfum á skólalóðinni.APSkjámynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn bera saman bækur sínar áður en þeir fara inn á skólalóðina.APLögreglumenn bera sært fólk út úr skólabyggingunni.APLögreglumenn sjást hér bera sært fólk úr einni af byggingum skólans.AP
Erlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira