32 látnir eftir skotárás í bandarískum háskóla 16. apríl 2007 16:09 32 eru látnir eftir skotárás í Virgina-tækniháskólanum í Blacksburg í Virginiuríki í Bandaríkjunum í dag. Um 20 manns eru á spítala með skotsár. Talið er að einn maður hafi verið að verki í í tveimur árásum með um tveggja klukkustunda millibili. Samkvæmt nýjustu fregnum var byssumaðurinn ungur karlmaður af asískum uppruna. Hann mun hafa komið inn í skólann að leita að kærustunni sinni, vopnaður skammbyssu og hóf brátt skothríðina. Hann fór meðal annars inn í skólastofu og skaut á nemendur sem þar voru og síðan á heimavist skólans. Dagmar Kristín Hannesdóttir, sem er í doktorsnámi í sálfræði við skólann, sagðist í samtali við Stöð 2 að klukkustund hafi verið liðin af fyrstu kennslustund morgunsins þegar fréttir bárust af því að byssumaður væri laus í skólanum. Hún sagði að yfirmaður hefði komið og beðið um að kennslustofunni yrði læst þegar í stað. Það var gert strax og við tók bið í eina og hálfa klukkustund. Dagmar segir að þann tíma hafi takmarkaðar fréttir af ástandinu borist þeim. Síðan þegar ljóst hafi orðið hversu margir voru drepnir hafi alger skelfing gripið um sig í skólanum. "Ég brotnaði alveg saman, ég hafði ekki áttað mig á því að þetta væri svona rosalegt," sagði Dagmar í samtali við Stöð 2 í kvöld. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir hryllingi vegna skotárásanna. Talsmaður hans sagði hann fyrst og fremst hugsa um fjölskyldur þeirra sem létu lífið og að hann samhryggðist þeim. Óstaðfestar fregnir herma að fleiri kunni að vera látnir en ekki liggur fyrir hvort árásarmaðurinn hafi svipt sig lífi. Sjónvottar sögðu að nemendur jafnvel stokkið út á fjórðu hæð skólans til að forðast árásarmanninn. Ekki er vitað hvort að byssumaðurinn hafi verið nemandi í skólanum. 26 þúsund manns eru í skólanum. Allri kennslu hefur verið hætt í honum og var fólki sem statt var á háskólasvæðinu ráðlagt að læsa að sér og halda sig frá gluggum. Tólf létu lífið í sams konar skotárás í Columbine-framhaldsskólanum í Littleton í Colorado árið 1999. Þá særðust 24. Lögreglumenn sjást hér bera fólk út úr skólanum.APFréttamynd úr CNN í dagAPLögreglumenn á vakt fyrir utan skólann.APLögreglumaður sést hér handtaka einn á skólalóðinni í tengslum við skotárásirnar.APÖnnur mynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn að störfum á skólalóðinni.APSkjámynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn bera saman bækur sínar áður en þeir fara inn á skólalóðina.APLögreglumenn bera sært fólk út úr skólabyggingunni.APLögreglumenn sjást hér bera sært fólk úr einni af byggingum skólans.AP Erlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
32 eru látnir eftir skotárás í Virgina-tækniháskólanum í Blacksburg í Virginiuríki í Bandaríkjunum í dag. Um 20 manns eru á spítala með skotsár. Talið er að einn maður hafi verið að verki í í tveimur árásum með um tveggja klukkustunda millibili. Samkvæmt nýjustu fregnum var byssumaðurinn ungur karlmaður af asískum uppruna. Hann mun hafa komið inn í skólann að leita að kærustunni sinni, vopnaður skammbyssu og hóf brátt skothríðina. Hann fór meðal annars inn í skólastofu og skaut á nemendur sem þar voru og síðan á heimavist skólans. Dagmar Kristín Hannesdóttir, sem er í doktorsnámi í sálfræði við skólann, sagðist í samtali við Stöð 2 að klukkustund hafi verið liðin af fyrstu kennslustund morgunsins þegar fréttir bárust af því að byssumaður væri laus í skólanum. Hún sagði að yfirmaður hefði komið og beðið um að kennslustofunni yrði læst þegar í stað. Það var gert strax og við tók bið í eina og hálfa klukkustund. Dagmar segir að þann tíma hafi takmarkaðar fréttir af ástandinu borist þeim. Síðan þegar ljóst hafi orðið hversu margir voru drepnir hafi alger skelfing gripið um sig í skólanum. "Ég brotnaði alveg saman, ég hafði ekki áttað mig á því að þetta væri svona rosalegt," sagði Dagmar í samtali við Stöð 2 í kvöld. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir hryllingi vegna skotárásanna. Talsmaður hans sagði hann fyrst og fremst hugsa um fjölskyldur þeirra sem létu lífið og að hann samhryggðist þeim. Óstaðfestar fregnir herma að fleiri kunni að vera látnir en ekki liggur fyrir hvort árásarmaðurinn hafi svipt sig lífi. Sjónvottar sögðu að nemendur jafnvel stokkið út á fjórðu hæð skólans til að forðast árásarmanninn. Ekki er vitað hvort að byssumaðurinn hafi verið nemandi í skólanum. 26 þúsund manns eru í skólanum. Allri kennslu hefur verið hætt í honum og var fólki sem statt var á háskólasvæðinu ráðlagt að læsa að sér og halda sig frá gluggum. Tólf létu lífið í sams konar skotárás í Columbine-framhaldsskólanum í Littleton í Colorado árið 1999. Þá særðust 24. Lögreglumenn sjást hér bera fólk út úr skólanum.APFréttamynd úr CNN í dagAPLögreglumenn á vakt fyrir utan skólann.APLögreglumaður sést hér handtaka einn á skólalóðinni í tengslum við skotárásirnar.APÖnnur mynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn að störfum á skólalóðinni.APSkjámynd úr útsendingu CNN í dag.APLögreglumenn bera saman bækur sínar áður en þeir fara inn á skólalóðina.APLögreglumenn bera sært fólk út úr skólabyggingunni.APLögreglumenn sjást hér bera sært fólk úr einni af byggingum skólans.AP
Erlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira